Forseti Alþjóðlega rauða krossins er í áfalli eftir heimsókn á Gaza.
Kristinn Hrafnsson birti færslu á Facebook í dag þar sem hann hlekkjar á myndband þar sem Mirjana Spoljaric, forseti Alþjóðlega rauða krossins, tjáir sig eftir heimsókn á Gaza, Palestínu, en Rauði krossinn leggur ekki í vana sinn að tjá sig opinberlega um stríðsátök. „Það er fáheyrt – mögulega án fordæma – að forseti ICRC tjái sig með þeim hætti sem Mirjana Spoljaric gerði eftir heimsókn á Gaza í gær,“ skrifar Kristinn og bætir við í lokin að menn ættu því að leggja við hlustir og bregðast við. „Krefjast þess að íslensk stjórnvöld bregðist við þegar svo sterkar vísbendingar liggja fyrir um stórfellda stríðsglæpi, þjóðernishreinsun – jafnvel þjóðarmorð (hópmorð).“
Hér má sjá færslu Kristins og myndband af Mirjana Spoljaric tjá sig um ástandið.