Forseti Íslands, Guðni Th Jóhannesson, stendur vörð gegn menningarnámi okkar gömlu nýlendukúgara. Líkt og hefur komið fram víða þá gerðu Danir tilraun til að eigna sér súkkulaðihjúpaðan lakkrís. Nokkuð sem flestir vita að Íslendingar eiga með húð og hári.
Það var fyrirtækið LAKRIDS BY BÜLOW sem þóttist hafa fundið upp á þessari blöndu á dögunum. Talsmaður þess baðst afsökunar á Twitter á nýverið en í athugasemd við þá færslu kveður forsetinn sér hljóðs.
Hann segir að Danir ættu að sýna menningu Íslands virðingu og stingur upp á því að þeir súkkulaðihjúpi freka smørrebrød. „Það væri eitthvað,“ segir forsetinn.
Chocolate-coated liquorice is as Icelandic as glaciers and elves, volcanoes and waterfalls. Nothing Danish there, with all due respect. Try instead putting chocolate on your beloved smørrebrød or stegt flæsk, dear friends in Denmark. That could be something.
— President of Iceland (@PresidentISL) September 6, 2022