Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir vill að kærleikurinn verði eina vopnið í samfélaginu og segir alla Íslendinga harmi slegna vegna andlát Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem stungin var til bana á Menningarnótt.
„Kæru vinir,
Við erum öll harmi slegin vegna skelfilega sorglegra atburða sem átt hafa sér stað í okkar samfélagi og eru óbærilegir og ólíðandi. Við verðum að ráðast að rótum vandans – saman! Hvert og eitt okkar hefur þar hlutverk. Ég hef átt fjölda funda og samtala undanfarnar vikur um nauðsynlegar úrbætur í kerfinu – og þær eru sem betur fer margar á borðinu! En kerfisbreytingar duga ekki til – við þurfum að vinna saman að því að gera kærleikann að eina vopninu í okkar samfélagi. Þetta er ákall og ósk foreldra Bryndísar Klöru og um það hefur verið stofnaður minningarsjóður sem ég er verndari fyrir.“ Þannig hefst falleg Facebook-færsla Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands.
Því næst telur Halla upp það sem hún vill að Íslendingar geri nú:
„Ég biðla til ykkar í dag um að leggja það sem þið getið af mörkum: