Forstjóri Dominos, Magnús Hafliðason, svaraði spurningum viðskiptavinar á samfélagsmiðlinum X. Spurningin bendist að færsluhirðinum sem fyrirtækið notar en á kvittun á kvittunum frá fyrirtækinu er hann falinn. Líflegt samtal skapaðist Magnúsar og Árna Rúnars Hlöðverssonar höfundi færslunnar sem má sjá hér að neðan.
Talsvert hefur verið um að fyrirtæki og viðskiptavinir hafi sniðgengið færsluhirðinn Rapyd.
Árni Rúnar Hlöðversson, tónlistarmaður og meðlimur FM Belfast, birti skjáskot af kvittun úr Dominos appinu. Við færsluna skýtur hann spurningu á Dominos og merkir við færsluna:
„Hvers vegna sýniði ekki hvaða færsluhirði þið eruð að nota?“
Í athugasemdum við færslu Árna Rúnar svarar Magnús:
„Sæll, upplýsingar sem þarna birtast koma ekki frá okkur og við ráðum engu um það hvað birtist þarna eða ekki.“
- Auglýsing -
Árni Rúnar:Hver ákveður hvaða upplýsingar birtast í appinu/vefnum ykkar?
Magnús: Megnið er að sjálfsögðu okkar ákvörðun en þarna erum við að miðla upplýsingum frá færsluhirði sem í þessu tilviki er Rapyd eins og áður hefur komið fram. Það væri ráð að spyrja þau af hverju þetta er tilfellið.
Árni Rúnar:Það væri kannski ráð að þú sæir um það þar sem þetta er nú ykkar app. Gæti þú ekki sent spurningu á Rapyd og frætt okkur svo um niðurstöðuna?
Magnús:Við munum klarlega kanna þetta. Annars bendum við á aðrar greiðsluleiðir sem finna má á vef og appi.
Árni Rúnar:Er ekki kominn tími á að velja annan færsluhirði? Nú þegar hafa 170 íslensk fyrirtæki ákveðið að færa sín viðskipti frá Rapyd. Maður hefði nú haldið að Dominos á Íslandi vildi halda sig frá þeirri umræðu sem hefur verið um tengsl Dominos á heimsvísu við Ísrael.
Magnús:Við erum samningsbundin eins og er en þessi mál eru í skoðun. Það get ég staðfest.
Árni Rúnar:Það er gott að heyra. Ertu með einhverja lauslega tímalínu svo hægt sé að fylgja þessu eftir síðar?
Magnús:Erfitt að segja til um af ýmsum ástæðum en sjálfsagt að fylgja eftir málum eftir einhverja mánuði.
Árni Rúnar:Þá kannski setjum við, sem ekki styðjum þjóðarmorð, ykkur í nokkurra mánaðafrí á meðan.
Magnús: Ég myndi mæla með því að nýta aðrar greiðsluleiðir.
Árni Rúnar:Við finnum eitthvað annað í matinn þar til þetta er komið í lag hjá ykkur. Kannski Flatey pizza sem eru búin að flytja viðskipti sín frá Rapyd og ekki tók það nú langan tíma fyrir þau.