Laugardagur 23. nóvember, 2024
-6.2 C
Reykjavik

Forstjóri Persónuverndar um persónuleikapróf Íslenskrar erfðagreiningar: „Það er háalvarlegur undirtónn í þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, ræddi persónuleikapróf Íslenskrar erfðagreiningar í viðtali í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Hún benti á að fólk þurfi að vera meðvitað hvaða þýðingu það hefur að taka þátt í könnun sem þessari.

Helga, sem hefur ekki sjálf tekið þátt í persónuleikaprófinu svokallaða sem fer nú sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum, segir margt fólk taka þátt í könnuninni í hálfkæringi án þess að átta sig á að það sé að veita Íslenskri erfðagreiningu verðmætar upplýsingar.

„Það er háalvarlegur undirtónn í þessu,“ sagði Helga sem vill minna fólk á að samfélagsmiðlar geti svo nýtt gögnin sé niðurstöðunum könnunarinnar deilt áfram á þá miðla.

„Þar verður fólk að hafa varann á,“ sagði Helga um þá staðreynd að fólk deilir gjarnan niðurstöðum persónuleikaprófsins á Facebook. Hún mælir gegn því. „Fólk á ekki að bæta þessum upplýsingum til tæknirisans Facebook.“

Skrítið að setja vísindalega rannsókn fram sem persónuleikapróf

Helga setur spurningarmerki við það að Íslensk erfðagreining framreiði könnunina sem próf. „Það er áhugavert að Íslensk erfðagreining seti vísindalega rannsókn fram sem persónuleikapróf,“ segir hún og biður fólk um að hugsa sig tvisvar um áður en það tekur þátt. „Fólk verður að gera upp við sjálft sig hvort fyrirtæki sem er allan daginn að rannsaka erfðamengi fólks fái þessar upplýsingar.“

- Auglýsing -

Hún segir algengt að fólk hugsi með sér að það hafi ekkert að fela og þess vegna þyki því ekkert tiltökumál að gefa sín svör í könnun sem þessa. „En þegar þú ert í viðskiptum við erfðafyrirtæki, þá ertu ekki bara að gefa upplýsingar um þig, þú ert líka að gefa upplýsingar um börnin þín og afkomendur þeirra. Vegna þess að það er verið að rannsaka genin okkar,“ bendir Helga á.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Helgu í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -