Málþing Forvarnardagsins verður haldið í Ingunnarskóla, Maríubaug 1 í Grafarholti á morgun klukkan 10:00.
Miðvikudaginn 2. október verður Forvarnardagurinn 2024 settur í 19. sinn með málþingi í Inngunnarskóla. Forvarnardagurinn er haldinn á hverju hausti og er þá sjónum beint sérstaklega að ungmennum í 9. bekk grunnskóla og á fyrsta ári í framhaldsskóla. Skólar skrá sig til þátttöku og vinna verkefni Forvarnardagsins á tímabilinu 2.-23. október.
Dagskrá málþings:
Skólastjóri býður gesti velkomna.
Fundarstjórn – Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðstjóri lýðheilsusviðs Embættis landlæknis.
Til máls taka:
Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, Landlæknir, Alma D. Möller, Formaður borgarráðs, Dagur B. Eggertsson, Margrét Lilja Guðmundsdóttir, þekkingarstjóri hjá Planet Youth: Ekkert um ykkur án ykkar, Rödd ungmenna: Ernir Daði Arnbergz Sigurðsson og Karen Hulda Finnsdóttir fulltrúar úr ungmennaráði UMFÍ.
Hægt verður að nálgast hlekk á streymið á vef Forvarnardagsins samdægurs.