Maður í miðbænum sem kvartaði yfir því að vera þjáður af verk í fæti hafnaði aðstoð. Eftir nokkurt þóf greip hann rafmagnshlaupahjól og þaut af stað. Með því olli hann stórhættu og mátti minnstu muna að hann æki niður vegfaranda. Maðurinn var í annarlegu ástandi. Lögreglan náð að stöðva för hans. Sá fótaveiki var læstur inni í fangaklefa þar sem hann liggur nú og sefur úr sér. Hans bíður að horfast í augu við syndir sínar i morgunsárið.
Um svipað leyti barst tilkynning um þjófnað frá veitingastað í miðborginni. Fingralöng kona kom inn á veitingastaðinn. Í stað þess að bíða eftir að fá borð stal hún bókunartölvu staðarins og tók á sprettinn út í kvöldið. Upptökur náðust af konunni og er vitað hver hún er. Hæun má eiga von á heimsókn frá lögreglunni.
Á öðrum veitingastað varð uppnám þegar konu var hrint niður stiga. Hún fékk höfuðhögg og var með skerta meðvitund. Hún var flutt á Bráðadeild en ekki er vitað um líðan hennar.
Á byggingarsvæði í austurborg Reykjavíkur sást dularfullur maður með bakpoka á sveimi. Lögreglan brá skjótt við og náði manninnum sem var-með verkfæri í bakpokanum, sem hann gat ekki gert grein fyrir. Hann hvílir nú í fangaklefa, grunaður um þjófnað og húsbrot.
Nokkuð var um umferðarlagabrot. Bifreið stöðvuð á Vífilstaðaveg. Ökumaðurinn er grunaður um ítrekaðan akstur án þess að hafa ökuréttindi. Þá var hann undir áhrifum áfengis en undir refsimörkum.
Þá var bifreið stöðvuð í Garðabæ eftir að ökumaðurinn ók yfir gatnamót gegn rauðu ljósi. Ökumaðurinn lagði í fyrstu á flótta undan lögreglu en stöðvaði stuttu síðar. Hann er grunaður um að hafa verið drukkinn undir stýri.
Fleiri slíkir háskagripir voru teknir úr umferð í nótt.