Fimmtudagur 23. janúar, 2025
-0.9 C
Reykjavik

Frakkar í fínum jökkum sviku hótel á Íslandi: „Þessir menn voru mjög penir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sumarið 1994 ferðuðust tveir vel klæddir Frakkar um Ísland og sviku gistinætur út úr hótelum og gistihúsum.

Tveir Frakkar, 27 og 28 ára, komu til Íslands í lok júní árið 1994 og ferðuðust hringinn í kringum landið. Á ferðalagi sínu stunduðu þeir félagar alltaf sama leikinn þegar kom að gististöðum sem þeir höfðu pantað gistingu hjá. Þeir pöntuðu nokkrar nætur en létu sig hverfa eftir eina nótt, án þess að borga. Þennan leik léku þeir í Reykjavík, á Höfn í Hornafirði og á Akureyri. Svo fór að lokum að gistihúsaeigandi í Reykjavík kærði mennina og hófst leit að þeim. Athugull rannsóknarlögreglumaður spottaði bílaleigubíl mannanna í Reykjavík og voru þeir handteknir og settir í farbann. Ekki kemur fram í fréttum frá þessum tíma, hver niðurstaðan hefur verið en líklegt má teljast að þeir hafi verið látnir greiða sekt.

DV skrifaði um málið en hér má sjá umfjöllunina:

Frakkar settir í farbann fyrir hótelsvik

-þetta voru penir menn í Burberrysjökkum, segir gistihúsaeigandi

Héraðsdómari í Reykjavík úrskurðaði tvo Frakka, 27 og 28 ára, í farbann í gær eftir að þeir viðurkenndu að hafa farið undir fölsku flaggi um landið og svikist um að greiða fyrir gistingu í Reykjavík, á Höfn og á Akureyri á síðastliðnum níu dögum. Mennirnir dveljast nú á gistiheimili í höfuðborginni og bíða eftir að ríkissaksóknaraembættið ákvarði um framhald á máli þeirra. Á sunnudag fyrir rúmri viku hringdu mennirnir til Ólafs Skúlasonar í gistihúsið á Laugavegi 101. Þeir voru þá í París og hugðust koma til íslands daginn eftir. Mennirnir pöntuðu gistingu í þrjár nætur. „Þessir menn voru mjög penir þegar þeir komu, klæddir í Burberrysfrakka, Þeir litu út fyrir að hægt væri að treysta þeim,“ sagði Ólafur við DV í morgun, „Eftir tvær nætur snerist þeim hugur um að verða lengur en tvær nætur og sögðust ætla að gera upp. Annar mannanna sagðist ekki vera með íslenska peninga og spurði hvort hann mætti ekki fara út í banka og skipta. Ég gekk niður með honum og benti honum á hvar bankinn væri. Síðan sá ég bíl mannanna renna í burtu en ég náði númerinu,“ sagði Ólafur. Eftir þetta héldu mennirnir til Hafnar í Hornafirði þar sem sami leikurinn var endurtekinn. Tvær nætur voru pantaðar en mennirnir létu sig hverfa eftir eina nótt. Sama gerðist á Akureyri. Eftir að Ólafur kærði á föstudag var farið að svipast um eftir Frökkunum. Á sunnudag kom athugull rannsóknarlögreglumaður auga á bílinn í Reykjavík. Annar Frakkinn var í bílnum en félagi hans reyndist sofa á Hótelherbergi á Hótel Íslandi. Mennirnir voru handteknir og viðurkenndu þeir svikin sem höfðu staðið yfir í eina viku. Kins og áður segir bíða mennirnir, sem eru frá París, eftir ákvöröun ríkissaksóknara um framhaid máls. Frakkarnir ferðuðust á bílaleigubíl um landið. Samkvæmt upplýsingum RLR í morgun var ekki um svik að ræða hvað þau viðskipti varðaði hjá mönnunum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -