Sunnudagur 22. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Frambjóðandi VG skólaði Jens, Sigurjón og Ingvar: „Jú, það er þjóðarmorð í gangi í Palestínu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frambjóðendur þriggja flokka í Norðausturkjördæmi telja morð Ísraela á yfir 43.000 Palestínumönnum á Gaza og á Vesturbakkanum ekki vera þjóðarmorð.

Stúdentar í Háskólanum á Akureyri héldu pallborðsumræður með frambjóðendum flokkanna sem bjóða sig nú fram til Alþingis, um helgina. Þórunn Þórhallsdóttir bar upp spurningar í tveimur liðum til allra frambjóðandanna, og áréttaði að hægt væri að svara með einföldu já-i eða nei-i. Spurningarnar voru eftirfarandi:

1. PERSÓNULEGA skoðun; er verið að fremja þjóðarmorð í Palestínu?

2. Telur þú og þinn flokkur að beita ætti viðskiptaþvingunum á Ísrael.

Fyrstur til að svara var Ari Orrason sem bíður sig fram í 2. sæti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi: „Svarið við báðum spurningunum er já.“

Sigurjón Þórðarson sem býður sig fram í 1. sæti Flokks fólks í kjördæminu svaraði báðum spurningum neitandi og talaði um stríðsástand á milli tveggja ríkja sem hófust eftir hryðjuverk 7. október.

Jens Garðar Helgason sem er í 1. sæti lista Sjálfstæðisflokks í kjördæminu svaraði því til að farið sé „frjálslega með orðið „þjóðarmorð“.“ Sagði hann að samkvæmt skilgreiningunni sé ekki um þjóðarmorð að ræða. Þá vill hann ekki beita Ísrael viðskiptaþvingunum.

- Auglýsing -

Ingvar Þóroddsson svaraði næst en hann býður sig fram sig fram í 1. sæti Viðreisnar í Norðausturkjördæmi. Tók hann undir með Jens Garðari um að ekki væri um að ræða þjóðarmorð samkvæmt skilgreiningunni. „Ef að viðskiptaþvinganir er eitthvað sem hjálpar fólki að hætta að deyja þarna, í þessu stríði, þá er það auvitað eitthvað sem þyrfti að skoða“.

Næstur til að svara var Skúli Bragi Geirdal, sem býður sig fram í 4. sæti Framsóknar í Norðausturkjördæmi. Skúli sagði já við þjóðarmorðinu og að það ætti jafnvel að beita viðskiptaþvingunum.

Séra Sindri Geir Óskarsson sem skipar 1. sæti Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs gerði sér lítið fyrir í sínu svari og las skilgreiningu íslenskra laga á þjóðarmorði og sagði: „Það vill svo til að skilgreiningin á þjóðarmorði er í íslenska lagabókstafnum. Eftirtaldir verknaðir teljast hópmorð eða þjóðarmorð: Þegar þeir eru framkvæmdir í þeim tilgangi að útrýma með öllu eða hluta þjóð, þjóðernishópi, kynstofni eða trúflokki sem slíkum. Að drepa einstaklinga úr viðkomandi hópi, það er í gangi í Palestínu. Að valda einstaklingum úr viðkomandi hópi alvarlegum líkamlegum eða andlegum skaða, það er í gangi í Palestínu. Að þröngva viðkomandi hópi af ásetningi til að búa við lífsskilyrði sem miða að líkamlegri eyðingu hópsins eða hluta hans, það er í gangi í Palestínu. Að beita þvingunaraðgerðum sem miða að því að koma í veg fyrir barnsfæðingar í hópnum, það er í gangi í Palestínu. Að flytja börn með valdi úr hópnum til annars hóps, það er í gangi í Palestínu. Og hver sá sem hvetur til á opinberum vettvangi með beinum hætti, aðra til að fremja hópmorð, skal sæta fangelsi allt að ævilangt. Þetta er í íslenskum lögum og jú, það er þjóðarmorð í gangi í Palestínu, það er mín skoðun, það er skoðun hreyfingarinnar og já við eigum að slíta stjórnmálasamstarfi og setja á allar þær viðskiptaþvinganir sem við mögulega getum.“

Áhorfendur í salnum brugður afar vel við svari Sindra Geirs og klöppuðu ákaft.

- Auglýsing -

Logi Einarsson, sem býður sig fram í 1. sæti Samfylkingarinnar í kjördæminu svaraði því til að álit nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna væri það að margt benti til þess að um sé að ræða þjóðarmorð og sagðist hann hallast að því líka. Þá talaði hann fyrir því að fylkja nágrannaþjóðum saman um að beita Ísrael viðskiptaþvingunum.

Theodór Ingi Ólafsson sem skipar 1. sæti Pírata í Norðausturkjördæmi sagði já við báðum spurningum. 

Inga Dís Sigurðardóttir sem býður sig fram í 4. sæti Miðflokksins í kjördæminu svaraði því til að persónulega telji hún að um þjóðarmorð sé að ræða en er ekki á því að viðskiptaþvinganir sé málið.

Gunnar Viðar Þórarinsson, sem leiðir Lýðræðisflokkinn í kjördæminu sagðist á því að þjóðarmorð sé nú framið í Palestínu og reyndar víðar í heiminum en er ekki á því að viðskiptaþvinganir leysi eitthvað.




Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -