Vakt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt var óvenjulega róleg. Þó var tilkynnt um nokkuð furðlegt atvik en þá var fram rán þar sem notaðar voru örvar en ekki neinn bogi til staðar. Lögreglan hafði upp á ræningjanum og náði þeim munum sem hafði verið stolið.
Þá var einn einstaklingur stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna en hann var látinn laus eftir blóðsýnatöku. Þá var einn handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og hann var einnig látinn laus eftir blóðsýnatöku.
Einnig var tilkynnt um þjófnað á rafmagnshlaupahjólum og rafmagnskrossara og er málið til rannsóknar.