Glæný könnun Maskínu um komandi alþingiskosningar var að koma út og er ýmislegt þar að frétta miðað við síðustu tölur sem Maskína birti.
Framsóknarflokkurinn bætir við sig hressilega og er komin í tæp 8% og svipað má segja um Flokk fólksins en hann fer úr 8,8% í 10%. Viðreisn, Samfylkingin og Miðflokkurinn tapa allir. Píratar mælast einnig með yfir 5% fylgi sem hlýtur að teljast ánægjuefni fyrir flokkinn sem hefur verið yfirleitt undir því marki hjá Maskínu. Vinstri Græn eru ennþá í miklum bobba en flokkurinn mælist aðeins með 3,7% fylgi.
Skáletrað fylgi hér fyrir neðan er frá því viku síðan
Framsóknarflokkurinn – 7,8% – 5,9%
Viðreisn – 19,2% – 20,9%
Sjálfstæðisflokkurinn – 14,5% – 14,6%
Flokkur fólksins – 10,8% – 8,8%
Sósíalistaflokkurinn – 5% – 5%
Lýðræðisflokkurinn – 1,1% – 1,6%
Miðflokkurinn – 11,6% – 12,6%
Píratar – 5,4% – 4,3%
Samfylkingin – 20,4% – 22,7%
Vinstri græn – 3,7% – 3,1%
Ábyrg framtíð – 0,5% – 0,6%