Þriðjudagur 19. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Fréttamaður á RÚV hneykslaði Bjarna Ben: „Hvað ertu að meina með þessari spurningu eiginlega?“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Benediktsson brást illa við spurningu Hauks Hólm, fréttamanns á RÚV, þegar hann spurði forsætisráðherrann út í bréf Ásgeirs Bolla Kristinssonar til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins en hann vill fá afdráttarlaust svar hvort leyft verði að bjóða fram viðbótarlista undir nafni Sjálfstæðisflokksins í næstu kosningum.

RÚV sagði frá því í hádegisfréttum í dag að Ásgeir Bolli Kristinsson sjálfstæðismaður vilji að miðstjórn flokksins gefi afdráttarlaus svör um það hvort leyft verði að bjóða fram viðbótarlista undir nafni Sjálfstæðisflokksins í kosningunum á næsta ári.

Um síðustu helgi var haldinn flokksráðsfundur Sjálfstæðisflokksins í skugga nýjustu skoðanakannana sem sýndi fylgi flokksins í sögulegu lágmarki. Bjarni gaf ekkert upp um fyrirætlanir sínar, hvort hann mun sækjast eftir endurkjöri sem formaður á næsta landsfundi eða ekki.

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins barst bréf frá Ásgeiri Bolla Kristinssyni, sjálfstæðismanni en hann rak lengi vel verslunina Sautján. Þar krefst hann þess að stjórnin svari því hvort heimilt verður fyrir Sjálfstæðisfólk að bjóða sig fram á viðbótarlistum, DD, sé þess óskað.

Á hann þar við að þeir sem næðu kjöri undir merkjum DD listans myndu sameinast Sjálfstæðisflokknum á þingi að loknum kosningum. Telur Ásgeir Bolli og hans stuðningsfólk að þetta gæti stuðlað að betri útkomu hjá Sjálfstæðisflokknum en þá þurfi að tryggja einingu í flokknum eftir kosningar. Segir hann enn fremur að efla þurfi lýðræði innan flokksins sem og auka þátttöku flokksmanna í starfi hans. Einn liður í því væri að heimila viðbótarframboð, til að minnka hættuna á klofningu innan flokksins.

Haukur Hólm, fréttamaður RÚV spurði Bjarna út í bréfið, sem sagði það vera „hipótískt“ þar sem þeirri spurningu sé fleygt fram, hvað ef einhver myndi vilja fara fram í þannig framboð, hvernig myndi flokkurinn bregðast við? Þetta hafi verið rætt á fundi miðstjórnar en ekki verið afgreitt enn.

- Auglýsing -

Þegar Haukur spurði Bjarna hvort hann liti á bréfið sem gagnrýni á hans störf brást hann illa við og svaraði hneykslaður: „Hvað er þetta annað en gagnrýni á mín störf? Hvað ertu að meina með þessari spurningu eiginlega?“ Haukur spurði Bjarna þá hvort hann væri ósammála því og Bjarni svaraði jafnvel enn meira hneykslaður: „Auðvitað er ég ósammála því.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -