Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Ísraelski fréttastjórinn virðist hafa vitað af herferðinni gegn Bashar: „Litlar hamingjustundir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fréttastjóri næturfrétta á KAN, ísraelska ríkisútvarpinu, virðist hafa vitað af herferð sem Yogev Segal, stjórnandi Facebook-hópsins Israeli-Icelandic conversation og starfsmaður KAN, stóð fyrir og var ætlað að fá Íslendinga til að kjósa Heru Björk í stað Bashar Murad í Söngvakeppni sjónvarpsins.

Sjá einnig: Starfsmaður ísraelska ríkisútvarpsins stóð fyrir herferð gegn Bashar í Söngvakeppninni

Svar Yogev Segal

Yogev Segal sendi Mannlífi skilaboð í kjölfar fréttar miðilsins um tengls hans við KAN og þá herferð sem hann fór í fyrir Söngvakeppni sjónvarpsins, þar sem hann hvatti meðlimi í nýstofnuðum Facebook-hópi, til að sannfæra tvo til þrjá vini eða ættingja til að kjósa Heru Björk Þórhallsdóttur í keppninni, til að koma í veg fyrir að Palestínumaðurinn Bashar Murad bæri sigur úr býtum.

Í skilaboðunum viðurkennir Segal að hann sé starfsmaður KAN, en gerir lítið úr því starfi. „Já, ég vinn hjá KAN – Ríkisútvarpi Ísrael. Sem útsendingastjóri, einungis tæknistaða. Þetta er dagvinna mín og hefur ekkert að gera með hópinn sem ég stofnaði.“ Segal heldur áfram og segist fyrst og fremst vera manneskja sem elski Ísland. „Þó að ég starfi hjá KAN er ég fyrst og fremst manneskja sem elskar Ísland og Íslendinga, sem hef heimsótt Ísland margoft og hjálpað öðrum að skipuleggja ferðir til Íslands. Ég stofnaði þennan hóp því mér fannst Ísraelar fá ranga mynd af Íslandi og Íslendingum. Því flestir Íslendingar sem ég þekki eru yndislegir, gestrisið fólk sem kemur fram við mann af virðingu, óháð pólitískum skoðunum þeirra.“

Þá segist Segal vera mikill Eurovision aðdáandi og að hann hafi hafið herferðina sem unnandi Íslands og Eurovision og að þetta hafi ekkert komið vinnu sinni við. „Og enn segi ég að þetta er lítið framtak í hópi örfárra manna, ég hef leyfi til að segja mína skoðun eins og aðrir – þeir sem kusu Hara er íslenska þjóðin, ekki ég.“

- Auglýsing -

Í skilaboðunum sakaði Segal Mannlíf um samsæriskenningar. „Þið gerðuð þetta aftur. Búið til fyrirsagnir upp úr engu til að bæta í samsæriskenningarnar ykkar. Og í þetta skiptið réðust þið á mig persónulega. Þið eruð fréttamiðill, eruð þið viss um að það að taka hluti úr samhengi og styrkja samsæriskenningar, sé ykkar vinna?“

Fréttastjóri KAN

Mannlífi barst skjáskot af færslu ritstjóra næturfrétta KAN, Mor Levy á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter). Þar fagnar hann því að Bashar Murad hafi lútið í lægra haldi fyrir Heru Björk í Söngvakeppni sjónvarpsins og virðist vita af herferð Segals en hann segir eftirfarandi: „Litlar hamingjustundir: Palestínski söngvarinn sem reyndi að keppa fyrir hönd Íslands í komandi Eurovision söngvakeppninni og hélt áfram að bera sakir á Ísrael í kvöld, tapaði líka algjörlega – og mun ekki komast í keppnina. Í stað hans keppir söngkonan og þetta lag – mögulega í kjölfar ákalls Ísraela til Íslendinga undanfarna daga, um að styðja hana.“

- Auglýsing -

Hér fyrir neðan má sjá að Mor Levy er fréttastjóri næturfrétta KAN, samvkæmt X-reikning hans.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -