Sunnudagur 12. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Fréttatilkynning frá Ásdísi Rán: „Tek baráttuna með stæl við valdamenn-og pólitíkusa landsins“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Eftir mikla og góða hvíld undir glæsilegasta feld landsins þá hef ég ákveðið að láta undan pressu og hef opnað meðmælendalista á island.is þar sem mínu fólki gefst tækifæri á að mæla með mér í hlutverk framherja íslands, þetta þýðir samt ekki að ég sé búin að bjóða mig formlega fram heldur er ég búin að bjóða mig óformlega fram!,“ segir Ásdís Rán Gunnarsdóttir í færslu á samfélagsmiðlinum Facebook undir yfirskriftinni „Fréttatilkynning“.

„Ég kem ekki til með að hefja almenna framboðs baráttu þ.e.a.s. ferðalög, auglýsingar fyrr en næg meðmæli hafa safnast á listann minn. Með þessum hætti gef ég þjóðinni síðasta orðið um það hvort ég bjóði mig formlega fram eða ekki eins og sönnum forseta sæmir,“ segir Ásdís og bætir við að henni þyki vænt um að fá að gefast kostur á framboðinu og þar með heiðra fjölbreytileikann í forsetabaráttunni.
„Ef mér hlotnast sá heiður að það safnist næg meðmæli á næstu vikum þá að sjálfsögðu tek ég stolt slaginn fyrir ykkar hönd, klæði mig í stríðsgallann og tek baráttuna með stæl við valdamenn-og pólitíkusa landsins.“
Ásdís Rán segir að hún viti að álitamál sé hvort að hún hafi allt það sem forsetaefni þarfnist en að telji sig hafa góða getu til að markaðsetja landið  betur en nokkur annar forseti:
  • Ég gef kost á mèr til að opna ný tækifæri hérlendis og erlendis fyrir unga fólkið okkar í landinu.
  • Ég gef kost á mér útaf því ég er baráttukona, ég er frumkvöðull og ég hef óstöðvandi eldmóð.
  • Ég gef kost á mér til að hugsa betur um það sem ég kalla þjóðhöfðingjana okkar þ.e. gamla fólkið sem þarf meira öryggi.
  • Ég gef kost á mér fyrir jaðarhópa Íslands sem taka ekki þátt í kjaftæði.
  • Ég gef kost á mér til taka forsetaembættið upp á annað level af glæsileika.
  • Ég gef kost á mér fyrir þá sem þrá breytingar frá gömlum gildum.
  • Ég gef kost á mér til að þjóna þjóðinni eftir bestu getu, hlusta á fólkið og vekja athygli á því sem betur má fara.
Að endingu segir hún gefa kost á sér til að krydda kosningabaráttuna og bendir á meðmælandalista á island.is
Hér að neðan má sjá færslu Ásdísar í heild

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -