Um klukkan 16 í dag sendi Samskipt frá sér fréttatilkynningu verna verkfallsboðana í akstri af hálfu Eflingar.
Vonast forsvarsmenn Samskipa til þess að ekki komi til verkfalls en segist undrast á að Efling beini einungist aðgerðum sínum að einu flutningsfyrirtæki. Yfirlýsinguna má lesa hér að neðan:
Samninganefnd Eflingar stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær verkfallsboðanir sem taka annars vegar til starfsmanna hótelkeðjunnar Berjaya Hotels og hótelsins The Reykjavík Edition og hins vegar til bílstjóra flutningabifreiða og til olíudreifingar.
Hjá Samskipum tekur verkfallsboðunin til aksturs flutningabifreiða sem gerður er út frá höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík.
Forsvarsmenn Samskipa vonast til þess að ekki komi til verkfalls en undrast það að Efling skuli beina aðgerðum sínum að einungis einu fyrirtæki á flutningamarkaði.
Atkvæðagreiðsla um verkfallið hefst á hádegi næstkomandi föstudag og stendur til klukkan 18:00 á þriðjudag. Verði boðun verkfallanna samþykkt hefst vinnustöðvun á hádegi 15. febrúar. Unnið er að því að draga úr áhrifum á þjónustu við viðskiptavini Samskipa komi til verkfalls.
Kjaraviðræður við Eflingu eru í höndum SA og munu forsvarsmenn Samskipa ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu.