Föstudagur 13. september, 2024
1.8 C
Reykjavik

Fríða vill að vantrauststillaga verði lögð fram á Sigríði Dögg: „Blaðamannafélagið er búið að vera“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fríða Björnsdóttir, blaðamaður númer eitt, segir að Blaðamannafélag Íslands sé búið að vera.

Hinn gamalkunni blaðamaður og fyrrverandi framkvæmdarstjóri Blaðamannafélags Íslands, Fríða Björnsdóttir, gagnrýnir nýjan formann félagsins harðlega í samtali við Mannlíf. Fríða, sem er fyrsti meðlimur félagsins er einnig afar ósátt við lagabreytingu sem leggja á fram á framhaldsaðalfundi félagsins næstkomandi miðvikudag. Þar er meðal annars stungið upp á að blaðamenn sem hættir séu störfum vegna aldurs eða örorku missi atkvæðisrétt sinn um málefni félagsins.

Hér má lesa tillöguna sem lögð verður fram á miðvikudaginn:

2.3. gr. verði svohljóðandi:

„Félagsmanni, sem hættir störfum vegna aldurs eða örorku, skal vera heimilt að vera áfram félagi hafi hann greitt félagsgjöld til félagsins næstliðna 6 mánuði áður en hann lét af störfum. Hann skal eftir það vera undanþeginn greiðslu félagsgjalda og hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum félagsins en ekki atkvæðisrétt.“

„Ég lít svo á að félagið sé búið að vera, bara hreint og klárt,“ segir Fríða í samtali við Mannlíf og innt eftir ástæðu fyrir þeirri skoðun svaraði hún: „Það er bara búið að vera að öllu leyti.“ Nefnir hún sem dæmi, sem þó sé lítið í stóra samhenginu, að kaffihittingar blaðamanna á föstudögum í húsakynnum Blaðamannafélagsins, sem var orðin hefð og nokkuð vinsæl hjá gamalreyndum blaðamönnum, hafi verið hætt undir nýrri stjórn. „Kaffið á föstudögum skiptir auðvitað engu máli þannig nema að það er gaman að hittast og það komu stundum yngri blaðamenn en 100 ára í kaffi á föstudögum, þannig að maður hafði samband við lífið og tilveruna og þeir við okkur eldri.“ Þá nefnir Fríða einnig lagabreytingartillöguna sem birtist hér fyrir ofan: „En þegar það er búið að leggja það til, en það er ekki búið að samþykkja það en auðvitað verður það samþykkt því við erum ekki nógu mörg. Við erum þó með atkvæðisrétt þangað til. En þegar allt þetta er farið þá er það sem einu sinni hét Blaðamannafélag Íslands, það er það ekkert lengur.“

- Auglýsing -

Vantraust á formanninn

Aðspurt hvort hún hafi heyrt að vantrauststillaga á formann Blaðamannafélagsins, Sigríði Dögg Auðunsdóttur verði lögð fram á framhaldsaðalfundinum á miðvikudag, játaði hún því. „Já, það hefur verið sagt í mín eyru að það ætti að bera vantrausttillögu á formanninn og ég er út af fyrir sig algjörlega sammála því.“

Þá talar Fríða um aðra tillögu sem hún vill bera fram á fundinum: „Ég vil óska þess eða krefjast þess að vegna þess að það er búið að eyða milljónum í að finna út hvort eða hvort ekki Hjálmar [Jónsson, fyrrverandi formaður BÍ. Innsk. blaðamanns] sé sekur um allt milli himins og jarðar, að þá finnist mér rétt að formaðurinn geri hreint fyrir sínum dyrum og sanni sakleysi sitt.“ Á Fríða þar við meint skattalagabrot Sigríðar Daggar Auðunsdóttur sem fjölmiðlar fjölluðu um í fyrra en í janúar á þessu ári kvaðst hún, í samtali við Mannlíf, vera saklaus af slíkum brotum. Og Fríða heldur áfram og sagðist hafa hringt í Sigríði Dögg einhvern tíma út af sjúkrasjóðunum en Fríða var þá stödd í Bandaríkjunum: „Við töluðum saman og til að byrja með var allt á ljúfum nótum en svo segir hún allt í einu „Ég hef frétt að þú sért að bera mig út um allt,“ sem sagt sögur um hana sennilega. Og ég sagði „Hvað er sagt að ég segi um þig?“ „Að ég sé skattsvikari.“ Og þá segi ég „Það er rétt eftir mér haft. Það er það sem maður er búin að lesa. Við vitum ekk betur, alveg eins og allt sem var borið á Hjálmar, sem var svo ekki glæpur sem hægt væri að dæma einn eða neinn fyrir.“ Þannig að ég stend við það, á meðan hún afsannar það ekki, að þessi áburður sem hefur verið borinn á hana úti í bæ af fólki og fjölmiðlum, ef það er ekki borið til baka og sýnt fram á að það sé lygi. Ég get þá farið og beðið hana afsökunar, ef það reynist vera lygi, ef ekki, þá finnst mér ekki að blaðamannafélag geti haft einhvern sem hefur brotið einhvers konar lög eða opinberar reglur á sviði peningamála eða annarra mála, sem formann félagsins.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -