Friðleifur Stefánsson er látinn, 90 ára gamall. Mbl.is greindi frá.
Friðleifur var fæddur og uppalinn á Siglufirði en varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri. Hann kláraði tannlæknanám árið 1962 og starfaði sem slíkur alla starfsævina.
Ásamt því að vera tannlæknir var Friðleifur íþróttagarpur mikill og varð Íslandsmeistari í badminton og keppti fyrir hönd Íslands í badminton og frjálsum íþróttum. Friðleifur sat einnig í stjórn Badmintonsambands Íslands og var formaður badmintondeildar KR. Þá var hann sæmdur gullmerki ÍSÍ árið 1983 og gullmerki KR árið 1994.
Friðleifur lætur eftir sig eftirlifandi sambýliskonu og eignaðist hann sex börn á ævinni.