Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.1 C
Reykjavik

Friðrik Álfur á afmæli í dag: „Nei, ég er ekki mikið fyrir kökur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagsins er þekktur innan pönksenunnar á Íslandi en það er Friðrik Álfur eða Álfur Mánason eins og hann heitir í símaskránni. Er þessi merki pönkari 56 ára í dag.

Álfur kom til Ísland 14 ára gamall ásamt móður sinni en bjó áður í belgísku Kongó. Frá níunda áratugi síðustu aldar hefur Álfur gert garðinn frægan með pönkböndum á borð við Sjálfsfróun, Hrafnaþing og Kuml. Þá hefur hann einnig boðið sig fram fyrir Pírata í pólitíkinni. Þau sem ekki þekkja til tónlistar hans kannast sjálfsagt við hann samt enda fer hann framhjá fáum en hann skartar oftar en ekki grænum hanakambi eins og góðum pönkara sæmir. En látið ekki útlitið blekkja ykkur því hann er í raun hinn ljúfasti.

Mannlíf heyrði í honum hljóðið og spurði hann hvað hann ætlaði að gera í tilefni dagsins, ef eitthvað.

„Ég ætla að fara heim til mín að fá mér pítsu eftir vinnu,“ svaraði hann og hló. Aðspurður hvort hann ætlaði ekki að fá sér afmælisköku sagði hann „Nei, ég er ekki mikið fyrir kökur.“

Mannlíf spurði hann einnig hvort hann væri enn í tónlistinni. „Já, já, ég er að syngja og glamra á bassa af og til.“

En ætlar Álfur eitthvað til útlanda á næstunni eins og svo margir Íslendingar? „Já ég er að fara til Danmerkur á Death Kennedys tónleika núna í ágúst, það er afmælisgjöf frá vini mínum,“ sagði Álfur spenntur.

- Auglýsing -

Mannlíf óskar Friðriki Álfi innilega til hamingju með daginn!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -