Sunnudagur 17. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Frosti æfur: „Þessi hökulausi maðkur“ – Stefán sleginn: „Segir svo að þurfi að kýla mig í andlitið“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er óhætt að segja að Frosti Logason sé ekki hrifinn af samfélagsmiðlinum Twitter. Á vef nýstofnaðar hlaðvarpsveitu hans, Brotkast, segir hann markmiðið með henni að vera óháður auglýsendum og þannig „ekki nauðbeygður undir háværan hóp róttæklinga á Twitter“.

Það ætti því ekki að koma á óvart að honum hafi ekki verið skemmt yfir tísti sem grínistinn Stefán Vigfússon birti í fyrradag. Margir kannast við Stefán úr Áramótaskaupinu en hann hefur einnig vakið athygli fyrir að elda grátt silfur við Brynjar Níelsson.

Tíst Stefáns má sjá hér fyrir neðan.

Stefán sjálfur vekur athygli á því í dag að Logi hafi gert tístið að umtalsefni í hlaðvarpi sínu. Þar segir Frosti meðal annars: „Ég fór að skoða þennan strák og kíkti aðeins á, þetta er drengurinn! Þessi gaur var að kalla mig incel-leiðtoga, þessi hökulausi maðkur.“

Stefán svarar honum fullum hálsi í dag og segir: „Sá að Frosti Loga fjallaði um þetta twitter vloginu sínu. Honum finnst umræða um hugmynda- eða fagurfræðilegar fyrirmyndir vlogsins ekki svara verð, en fer þess í stað í mínútu rant um að hann hafi sko fengið ríða? Og segir svo að þurfi að kýla mig í andlitið.“

- Auglýsing -

Stefán heldur svo áfram: „Það væri auðvitað áhyggjuefni að fjölmiðlamaður hvetji áhorfendur sína til þess að ráðast á mig, en Frosti ekki fjölmiðlamaður. Hann er vloggari og of mikill lúser til þess að fá einu sinni stöðu á Útvarp Sögu, og þessir 2 áskrifendur hans hætta sér varla upp úr kjallaranum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -