Fimmtudagur 23. janúar, 2025
-0.9 C
Reykjavik

Fulltrúi Hollands í Eurovision sagður hafa hótað kvenkyns starfsmanni – Óvíst með þátttöku í kvöld

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Joost Klein, sem er fulltrúi Hollands í Eurovision-söngvakeppninni, hefur verið yfirheyrður af sænsku lögreglunni vegna hótana sem hann er sagður hafa haft í garð meðlims Eurovision-starfsliðsins, að því er hollenskir fjölmiðlar greina frá.

Atvikið er sagt hafa átt sér stað á fimmtudagskvöldið í Malmö Arena og var kvörtunin lögð fram á föstudaginn, sagði AD fréttastöðin. Ekki var um líkamleg átök að ræða, samkvæmt fjölmiðlum.

Lögreglan sagði fréttamönnum að bæði Klein og sá sem kærði hafi verið yfirheyrð og málið sé nú hjá ríkissaksóknara sem ákveður framhaldið. Nokkrar vikur getur tekið að rannsaka málið.

Samkvæmt Telegraaf, snéri atvikið að kvenkyns starfsmanni.

Enn sem komið er er óljóst hvort Klein komi fram á úrslitakvöldinu í kvöld. Hann á að vera sá fimmti á svið en tók ekki þátt í æfingunni á gær.

Um klukkan 10 í morgun sagði AvroTros, sem ber ábyrgð á hollenska starfsliðinu í Malmö, að það hefði ekki enn heyrt frá Evrópska útvarpssambandinu, sem skipuleggur keppnina um hvort Klein fengi að keppa.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -