Lögreglumenn veittu því athygli í gærkvöldi að skráningarmerki bifreiðar reyndust tilheyra örðu ökutæki. Bifreiðin var kyrrstæð við hús en þegar lögregla var að fjarlægja skráningarmerkið kom eigandi ökutækisins út. Sá reyndisit vera eftirlýstur og var handtekinn á staðnum. Stuttu síðar kom annar aðili út en sá reyndist einnig eftirlýstur í sama máli og var því einnig handtekinn. Bifreiðin var haldlögð í framhaldinu þar sem grunur leikur á að þýfi sé innan í bílnum. Báðir mennirnir voru látnir gista í fangaklefa en málið er til rannsóknar hjá lögreglu.
Fyrr um kvöldið var lögregla kölluð til í verslun í hverfi 108. Þar hafði komist upp um einstakling sem reyndi að stela úr búðinni en málið var afgreitt á vettvangi. Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Annar þeirra reyndist sviptur ökuréttindum. Í Grafarvogi var lögregla kölluð út vegna líkamsárásar en gerandi var á bak og burt þegar lögreglu bar að garði. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.