Gunnar Smári Egilsson furðar sig á þögn stjórnmálaflokka varðandi ákvörðun ríkissáttasemjara um að grípa inn í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins.
Í færslu sem Gunnar Smári Sósíalistaforingi skrifaði á Facebook í gær, segir hann túlkun ríkissáttasemjara á valdi embættisins til að grípa í verkfallsaðgerðir, breyta leikreglunum og draga úr valdi verkalýðsfélaga. Þá furðar hann sig á þögn allra stjórnmálaflokka nema Sósíalistaflokksins um málið. Setur hann hlekk á ályktun flokksins um málið við færsluna.
„Túlkun Aðalsteins Leifssonar á valdi ríkissáttasemjara til að grípa inn í verkfallsaðgerðir og dómur héraðsdóms frá í gær breyta leikreglum á vinnumarkaði, draga úr völdum verkalýðsfélaga og auka völd embættismanns ríkisvaldsins. Í þessu tilfelli embættismanns sem gerir kröfur Samtaka atvinnulífsins að sínum.