Föstudagur 10. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Furðuleg uppákoma hjá lögreglu sem handtók þennan mann tvisvar sama kvöld

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hótelstarfsamður óskaði eftir aðstoð lögreglu í gærkvöld eftir að tveir menn brutu rúðu í miðbæ Reykjavíkur. Þegar lögregla kom á vettvang voru mennirnir ennþá á vettvangi. Hvorugur þeirra kannaðist við eignaspjöll en báðir voru þeir í mjög annarlegu ástandi. Annar þeirra reyndi að hlaupa undan lögreglu en samkvæmt dagbók lögreglu var hann svo ölvaður að hann náði aðeins að taka nokkur skref áður en hann var handtekinn. Mönnunum var að lokum tilkynnt að þeir hefðu réttarstöðu sakbornings í málinu áður en þeir voru látnir lausir á ný.

Skömmu síðar varð lögregla vitni af bifreið bakka inn í götu þar sem innakstur var bannaður. Þegar lögregla gaf sig á tal við ökumanninn kom í ljós að þetta var einn af meintum gerendum í rúðubrotsmálinu. Aðilinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem tekin var úr honum blóðprufa. Fyrr um kvöldið hafði lögregla afskipti af fólki í bifreið vegna gruns um að neysla fíkniefna færi þar fram. Einn farþegi reyndist eftirlýstur en engin fíkniefni fundust. Íbúi í hverfi hringdi á lögreglu í gærkvöldi eftir að grunsamlegur aðili barði á dyr og glugga. Lögregla fór og ræddi við húsráðanda sem tók á móti lögreglu með stærðarinnar hníf í hendinni og í miklu uppnámi. Löregla keyrði í kjölfarið um hverfið en fann ekki manninn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -