Aron Leví Beck, skipulags- og umhverfisfulltrúi í Fjarðabyggð og fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, varar fólk eindregið gegn því að fylgja húsráði sem Umhverfisstofnun deildi með þjóðinni fyrr í dag. Stofnunin birti myndband á Instagram þar sem fólk var hvatt til þess að mála glugga sína með súrmjólk. Ríkisstofnun segir að þannig megi gera jólalegt á umhverfisvænan hátt.
Myndbandið má sjá hér fyrir neðan. Þetta furðulega húsráð er þó mjög varasamt að sögn Arons, því þetta getur hæglega valdið myglu.
„Umhverfisstofnun hvetur fólk til að mála glugga með súrmjólk sem jólaskreytingu. Ekki eru allir gluggar vel einangraðir og á þessum tíma árs er hætta á móðu innan á gluggum sem getur leyst upp þessa súrmjólk og lekið í gúmmílistan. Þetta gæti skapað mygluástand. Spreyin eru líka algjört eitur svo mitt ráð er að sleppa því að sulla drasli á glerið hjá sér og skreyta frekar með seríum og eða uppstilltum hlutum,“ segir Aron.
Umhverfisstofnun hvetur fólk til að mála glugga með súrmjólk sem jólaskreytingu. Ekki eru allir gluggar vel einangraðir og á þessum tíma árs er hætta á móðu innan á gluggum sem getur leyst upp þessa súrmjólk og lekið í gúmmílistan. Þetta gæti skapað mygluástand. pic.twitter.com/7hw5GOEy77
— Aron Leví Beck (@aron_beck) December 7, 2022