Gífurlega mikill munur virðist vera á fylgi þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis í komandi kosningum milli kannanna sem Prósent og Gallup framkvæma en bæði fyrirtæki birtu niðurstöðu úr nýjum könnunum nú fyrir stuttu. Í tilfelli Viðreisnar er munurinn 6% og því ljóst að ekkert er gefið í þessum kosningum og munu flokkarnir halda áfram að berjast um atkvæði þjóðarinnar.
Líklegt má telja að Píratar, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Græn vilji frekar að Gallup hafi rétt fyrir sér í þessum efnum en hinir flokkarnir.
Fyrri tölurnar eru frá Gallup en þær seinni frá Prósent
Samfylkingin: 20,8% – 22,4%
Sjálfstæðisflokkurinn: 16,4% – 12,0%
Viðreisn: 15,5% – 21,5%
Miðflokkurinn: 14,3% – 15,5%
Flokkur fólksins: 10,2% – 10,2%
Sósíalistaflokkur: 6,2% – 5,4%
Framsóknarflokkurinn: 5,9% – 5,6%
Píratar: 5,5% – 3,4%
Vinstri græn: 4% – 2,4%
Lýðræðisflokkurinn: 1% – 1,0%
Ábyrg framtíð: 0,1% – Ekki greint frá