Föstudagur 20. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Fyrirlestur ísraelsks hermanns ekki á vegum Þjóðminjasafnsins: „Þetta kemur í gegnum háskólann“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á mánudaginn var haldinn fyrirlestur í Þjóðminjasafni Íslands en sá sem talaði á fyrirlestrinum er Ely Lassman. Hann er fyrrverandi hermaður í ísraelska hernum. Fyrirlesturinn bar nafnið Ísrael, Arabaríkin og Vesturveldin.

Fyrirlesturinn var lokaður almenningi en á honum útskýrði Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, að það hafi verið gert af öryggisástæðum. Aflýsa þurfti fyrirlestri Lassman fyrr á þessu ári í King’s College í London í kjölfar líflátshótanna sem hann fékk.

Í fyrirlestrinum sagði Lassman meðal annars að Ísrael væri eitt þeirra ríkja sem tryggja hvað mest mannréttindi í heiminum og kallaði Mið-Austurlönd eitt frumstæðasta svæði heims. Einnig lýsti hann því yfir að árás Hamas þann 7. október 2023 kunni að vera sú versta sem um getur. „Ég tel að frá síðari heimstyrjöldinni, frá helförinni, sé ekki til svo skýrt dæmi um baráttu milli góðs og ills,“ hefur Morgunblaðið eftir Lassman.

Ekki auka öryggisgæsla

Mannlíf hafði samband við Þjóðminjasafn Íslands til að spyrja um fyrirlesturinn og hvort hann hafi verið á vegum þess.

„Þetta var ekki á okkar vegum, við leigjum út fyrirlestrarsalinn,“ sagði Kristín Ýr Hrafnkelsdóttir, framkvæmdastjóri þjónustusviðs Þjóðminjasafns Íslands, um málið. „Við erum í samstarfi við háskólann eins og aðrar stofnanir. Þetta kemur í gegnum háskólann, það er háskóla E-mail þannig að við gerðum engar athugasemdir,“ og tók fram að safnið væri í miklu samstarfi við Háskóla Íslands og aðrar stofnanir.

- Auglýsing -

Kristín segir að Hannes Hólmsteinn hafi bókað salinn í gegnum Háskóla Íslands. „Ég held að þetta hafi verið hann sjálfur í gegnum háskólann. Það var allavega háskóla E-mail. Þetta var ekkert á okkar vegum. Við fáum ekki upplýsingar um erindi funda og salurinn er gríðarlega mikið í útleigu hjá okkur.

Aðspurð um hvort hver sem er geti leigt salinn sagði Kristín að safnið sé ekki að blanda sér í málefni en það geti þó neitað fólki um að leigja hann.

„Ég myndi hafa fengið vitneskju um það,“ sagði Kristín um hvort það hafi verið auka öryggisgæsla á staðnum í ljósi þess að Lassman hefur áður verið hótað „Við erum með öryggisvörð sem í raun á vakt allan sólarhringinn út af safngripum og að sjálfsögðu passar hann gesti og er til staðar ef einhver átök verða. Ég held að það hafi ekki gerst í minni tíð þarna.“

- Auglýsing -

May be an image of 2 people and text

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -