Katrín Oddsdóttir segir það sturlun að japanskt hvalkjöt sé nú selt á Íslandi.
Lögfræðingurinn og aðgerðarsinninn Katrín Oddsdóttir bendir á þá sérstöku staðreynd að fyrirtækið Innes sé að selja hvalkjöt frá Japan, á meðan Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf, sé með „svona sextíu tonn“ af hvalkjöti í kæligeymslum.
Facebook-færsla Katrínar er stutt en hefur vakið mikla athygli í dag:
„STURLUN DAGSINS!
Fyrirtækið Innes er að selja japanskt hvalkjöt á Íslandi.
Ég veit ekki betur en að mr. Loftsson sé með svona sextíu milljón tonn af þessum ófögnuði í kæligeymslum á landinu.
Þessi heimur er svo galinn!“