Fimmtudagur 23. janúar, 2025
-0 C
Reykjavik

Fyrrum Alþingsmaður vill róttækar breytingar: „Búið að rústa mörgum sveitarfélögum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Grétar Mar Jónsson, fyrrum þingmaður Frjálslynda flokksins, telur að Samfylkingin geti hjálpað sjómönnum.

Næstkomandi föstudag verður haldinn fundur um stjórn fiskveiða á Íslandi á Kaffi Catalínu og hefst fundurinn klukkan 17:00. Grétar Mar Jónsson, fyrrum þingmaður Frjálslynda flokksins, verður einn af frummælendum fundarins en ásamt því að hafa verið Alþingismaður er Grétar þaulvanur skipstjóri. Mannlíf heyrði í Grétari til að forvitnast hvað honum þykir um núverandi skipulag á fiskveiðum á landinu.

„Í fyrsta lagi var ráðherra, Svandís Svavarsdóttir, að segja að hún ætlaði að halda áfram byggja fiskveiðistjórnunarkerfið á núverandi kvótakerfi. Við sem erum búin að vera þátttakendur í því í 40 ár að nota þetta kvótakerfið höfum ekki séð að neinar fiskitegundir, sem eru kvótabundnar, hafi lagast. Að hægt sé að veiða meira úr því í dag en fyrir 40 árum. Það er bara öfugt. Það er alltaf niðurskurður og minna sem er hægt að veiða og nýta úr stofnunum. Þess vegna er ekki hægt að byggja neitt á þessu. Því þegar kvótakerfið var sett á þá var markmiðið að byggja um fiskistofna og það hefur ekki tekist,“ sagði skipstjórinn um málið.

„Svo átti þetta að styrkja byggð í landinu og það er alveg þveröfugt. Það er búið að rústa mörgum sveitarfélögum,“ sagði Grétar og hann er með lausn á vandamálinu. „Ég vil að þeir sem eru að nýta kvótann eigi að þurfa að bjóða í veiðiheimildirnar þannig að verði hæstbjóðandi sem fær.“

Grétar hefur litla trú á að núverandi stjórn muni gera nokkuð til að laga kerfið.

„Það er engin von til þess að þeir flokkar sem stjórna núna gerir neinar breytingar. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkurinn hafa stutt kvótakerfið í gegnum eld og brennistein. Hafa verið að verja hagsmuni fárra útvalda. Arfurinn af auðlindinni rennur til fárra fjölskyldna,“ en Grétar hefur aðeins meiri trú á öðrum flokkum á Alþingi.  

- Auglýsing -

„Auðvitað vonar maður að Samfylkingin sjái ljósið en það er kannski bjartsýni að halda það. Lofuðu að innkalla veiðiheimildir 2009 og endurúthluta en gerðu það ekki. En auðvitað er komið nýtt fólk og maður vonar að það sjái möguleikann til að breyta þessu. Flokkarnir vilja margir gera gott fyrir heilbrigðiskerfið og aldraða en ekkert af þessu verður gert án breytinga á sjávarútvegskerfinu,“ sagði Grétar og sagði að sjávarútvegurinn væri auðlind sem ætti að renna um æðar þjóðarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -