Þriðjudagur 24. desember, 2024
0.8 C
Reykjavik

Fyrrverandi bæjarstjóri býr til samsæriskenningu um RÚV: „Búið að haka í það box“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ármann Kr. Ólafsson, fyrrverandi bæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, er heldur betur ósáttur með hvernig RÚV tæklaði mál Þórðar Snæs Júlíussonar en hann telur fréttastofu RÚV halda hlífðarskildi yfir Þórði með því að fjalla ekki um hann í aðalfréttatímanum og gefur í skyn að öðruvísi hefði verið tekið á málinu ef Brynjar Níelsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, hefði skrifað það sem Þórður skrifaði.

Rétt er að halda því til haga að Brynjar hefur ítrekað skrifað umdeilda hluti í fjölmiðla og á samfélagsmiðla án þess að fjallað hafi verið um þau skrif af hálfu RÚV.

„Ruv-sumra tók eðli málsins samkæmt fyrir í fréttum í gær að Christopher G. Krystynuson sem skipaði í 14. sæti á lista XD í Reykjavík norður væri eftirlýstur af pólsku lögreglunni. Næsta frétt var enn og aftur um hlerunarmálið hjá Gunnari. Ekki fréttin stendur samt upp úr og er aðalfréttin þar sem ekki var vikið orði að skrifum frambjóðanda Skattfylkingarinnar í þriðja sæti Reykjavíkur norður til Alþingis, sama sæti og Brynjar Níelsson sækist eftir hjá xD. Hefði Brynjari verið hlíft???“ skrifaði Ármann á samfélagsmiðilinn Facebook í gær.

„Skiptir kannski máli að Þórður Snær er sérstakur vinur Ruv-sumra og kollegi, hvar hann var í viku hverri í morgunútvarpi Rásar 1 til fjölda ára og lét móðan mása um lands- og sveitastjórnarmál með mikilli Skattfylkingarslagsíðu.“

RÚV hefur ítrekað fjallað um málið

Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, svaraði Ámanni í athugasemd. „Sæll. Það er ekki hægt að fallast á að fréttastofa RÚV hafi ekki fjallað um skrif Þórðar Snæs. Hér eru nokkur dæmi:

Á vefnum okkar í gær voru ummælin tíundið og sagt frá afsökunarbeiðni ÞSJ

Í kosningaþætti með oddvitum framboða í NA kjördæmi voru ummælin til umræðu

Upp úr þeim þætti spruttu fréttir sem voru sagðar í 22 fréttum sjónvarps og útvarps

Birt var frétt um viðbrögð Kristrúnar Frostadóttur

- Auglýsing -

Í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun var svo rætt við Henry Alexander, siðfræðing, um málið“

Stundum er mikið í fréttum

Ekki var Ármann sáttur með þau svör og fór í nánari útskýringu á sínu sjónarhorni.

„Heill og sæll, ég sagði ekki að „fréttatofa RÚV hafi ekki fjallað um skrif Þórðar Snæs“ eins og þú segir og má skilja að sé tilvitnun í mig sem er ekki enda tók ég fréttina af vef Rúv Ég var að lýsa aðalfréttatíma sjónvarpsins í gær. Ég orðinn vanur því að Rúv vísi á umfjölllun annarsstaðar þegar gagnrýni af þessum toga kemur fram. Ég man t.d. vel eftir því að vera gjarnan boðið að svara fyrir mig í 10 fréttum gagnrýni sem kom fram í kvöldfréttum (þarna er ég ekki að vísa í þig). Þar með var búið að haka í það box að ég fengi að svara en gat samt alls ekki fengið að koma mínu sjónarmiði á framfæri í aðalfréttatímanum. Það fannst mér ekki hægt að leggja að jöfnu. Hvað varðar hin tvö málin þá hafa þau fengið mikla umfjöllun hjá ykkur víða og í aðalfréttatíma en umfjöllun um mál Þórðar var sleppt þar,“ skrifaði bæjarstjórinn fyrrverandi.

- Auglýsing -

„Gott og vel – ég taldi mig ekki vera að vitna beint í þig en hafi það komið þannig út er mér ljúft og skylt að leiðrétta það. Það komast ekki allar fréttir í sjónvarpsfréttatíma kvöldsins, held að allir hljóti að vera sammála um það. Stundum er mikið í fréttum og stundum er lítið í fréttum og það hefur áhrif á hvaða fréttir komast í aðalfréttatímann. Sumar fréttir hafa verið á vefmiðlum allan daginn en sumar fréttir eru nýjar, hafa ekki verið sagðar í fjölmiðlum áður. Það getur líka haft áhrif á það hvaða fréttir komast að og hverjar ekki. Punkturinn er að það hafa alls konar sjónarmið áhrif á fréttamatið eða uppröðun í fréttatíma. Það að RÚV sé að skýla viðkomandi er bara ekki rétt eins og dæmin sem ég nefndi ættu að sýna. Þá hefði fyrsta frétt í 22-fréttum ekki fjallað um fordæmingu á þessum skrifum. Eitt ráð til þín – það má alveg biðja um skýringar áður en maður sakar fólk um óheiðarleg vinnubrögð,“ svaraði Heiðar að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -