Örn Þ. Þorvarðarson, fyrrverandi skrifstofustjóri læknaráðs Landspítalans hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt. Hann er sakaður um að hafa dregið sér rúma 4,1 milljón króna úr starfs- og gjafasjóði læknráðs frá 2012 til 2016.
DV greinir frá þessu en fram kemur í fréttinni að í ákærunni, sem DV hefur undir höndum, séu listaðar 34 millifærslur sem Örn er ákærður fyrir. Lægsta upphæðin nemi 55 þúsund krónum og sú hæsta tæpum 600 þúsundum króna.
Héraðssaksóknara hefur krafist þess að Örn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Þá gerir Landspítalinn einkaréttakröfu og krefst 2,5 milljóna króna í skaðabætur.
Fram kemur í frétt DV að málið verði þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 20. apríl næstkomandi.