Sá sem hlaut skotsár á kálfa á í Úlfarsárdal á dögunum er sjálfur með ofbeldisdóma á bakinu.
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Mannlífs er maðurinn sem varð fyrir skoti í árás í Úlfarsárdal á fimmtudaginn er Gabríel Duane Boam, sem fyrir ári var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar á Hólmsheiði fyrir þátt sinn í Borgarholtsskólamálinu svokallaða og tvær aðrar líkamsárásir.
Gabríel, sem er 21 árs, var á árum áður einn efnilegasti körfuknattleiksmaður Íslands en síðustu ár hefur hann verið tíður gestur á fréttamiðlum vegna ofbeldisglæpa sem hann hefur verið viðriðinn.
Sjá einnig: Úr unglingalandsliðinu í ofbeldisglæpi: „Hann var bara ofboðslega blíður og góður strákur“
Samkvæmt heimildum Mannlífs tengist skotárásin í Úlfarsárdal, deilum milli hópa. Auk Gabríels hlaut annar einstaklingur sár á eyra í árásinni en einnig hæfðu skot bifreið í grennd sem og íbúð. Sjö eru í haldi lögreglu vegna málsins.