Aðgerðahópur dýraverndarfélaga eru komin á bannlista og fá ekki að bjarga þeim gæludýrum sem enn eru í bænum.
Félagssamtökin Dýrfinna stofnaði ásamt Dýrahjálp, Villiköttum, Villikanínum, Dýraþjónustu Reykjavíkur, DÍS, Kattholti og Bambi Foundation, aðgerðarhóp sem stóð fyrir björgun dýra sem urðu eftir í Grindavík. Hópurinn fékk að fara inn í bæinn og náðist að bjarga fjölda katta, hamstra, rækja, bréfdúfna og froska. Enn eru fimm kettir og fjórir páfagaukar yfirgefnir í Grindavík sem nú er á hættustigi vegna jarðskjálfta og mögulegs eldgoss.
Dýrfinna greindi frá því á Facebook síðu sinni að í gær hafi borist tilkynning þess efnis að aðgerðahópurinn hafi verið sett á bannlista og fái því ekki aðgang að bænum til þess að ná í þau dýr sem eftir voru. Ástæðan var sögð vera skipulagsleysi sem átti sér stað á mánudaginn þegar hópum var hleypt inn í bæinn en samtökin segja ekkert slíkt hafi verið vandamál af þeirra hálfu. Óskað hefur verið eftir frekari útskýringu á þessari ákvörðun en fjöldi dýra hafa bæst á lista Dýrfinnu eftir að fréttir um björgunaraðgerðir bárust út.
„Okkur í Dýrfinnu barst sú tilkynning í gær um að Aðgerðarhópurinn okkar ásamt Dýrahjálp Íslands, Villiköttum, Villikanínum, Dýraþjónustu Reykjavíkur, DÍS , Kattholti og Bambi Foundation hafi verið sett á bannlista inn í Grindavík vegna skipulagsleysi sem átti sér stað á mánudaginn, ekki á okkar hálfu.