Búið er að framlengja gæsluvarðhaldi yfir manninum sem grunaður er um að hafa banað hjónum í Neskaupstað í lok ágúst, um fjórar vikur.
Í dag átti fyrri úrskurður um gæsluvarðhald að renna út yfir manni á fimmtugsaldri sem grunaður er um morð á hjónum á áttræðisaldri í Neskaupstað en lögreglan á Austurland sendi frá sér tilkynningu þar sem segir að fallist hafi verið á kröfu um áframhaldandi varðhald til 6. október en áður hafði verið fallist á kröfu um að sá grunaði sæti geðrannsókn.
Þá kemur einnig fram í tilkynningunni að rannsókn málsins gangi vel en að framundan sé mikil vinna í úrvinnslu gagna, sem taki tíma.