Sunnudagur 12. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Gagnrýna stuðning þríeykisins við Katrínu harðlega: „Það fer hrollur um marga”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir hlær að nýjasta útspili kosningateymis Katrínar Jakobsdóttur en tveir þriðju af „þríeykinu“ svokallaða hafa nú birt myndbönd til stuðnings fyrrverandi forsætisráðherrans, auk Kára Stefánssonar.

Steinunn Ólína, sem er í forsetaframboði ásamt Katrínu Jakobsdóttur er ein af nokkrum sem gagnrýnt hafa stuðningsmyndbönd hins nýja þríeykis, Víðis Reynissonar, Þórólfs Guðnasonar og Kára Stefánssonar.

„Þetta er það fyndnasta og örvæntingarfyllsta sem fram hefur komið. Þrír karlar úr Efri- deild kallaðir á dekk. „Veljið rétt annars fer illa!” „Treystið okkur til að vita betur!”,“ skrifar Steinunn Ólína á Facebook og bætir broskalli við. Og heldur svo áfram:

„Það er ekkert að óttast, trúið mér. Við erum fullfær um að hugsa og taka sjálfstæðar ákvarðanir sjálf.“

Að lokum minnir Steinunn á lag Þursaflokksins, Pínulítill karl, „sem hefði nú bætt falska hljóðmynd þessarra myndbanda til muna.“

Stefán Erlendsson stjórnmálafræðingur gagnrýnir einnig stuðningsmyndböndin og segist hreinlega ekki geta orða bundist, í færslu á Facebook. „Hlýðið Víði og kjósið Katrínu!

- Auglýsing -
Ég ætlaði ekki að kveöa mér hljóðs í sambandi við forsetakosningarnar en fæ ekki lengur orða bundist. Kosningabarátta Katrínar Jakobsdóttur og stuðningsfólks hennar er komin á hrollvekjandi stig.“ Þannig hefst gagnrýni Stefáns en kemur hann þar inn á frasann „Ég hlýði Víði“ sem festi sér rætur í þjóðarsál Íslendinga í Covid-faraldrinum og segir það hneyksli að Víðir stígi nú fram og lýsi yfir stuðningi við Katrínu:
„Nú síðast steig Víðir Reynisson sviðsstjóri almannavarna, sem er í aðalhlutverki vegna eldgosa á Reykjanesi um þessar mundir, á stokk og lýsir yfir stuðningi við framboð Katrínar. Þegar Covid-faraldrinum lauk þakkaði ríkislögreglustjóri almenningi fyrir samheldni og samstöðu sem hún sagði snúast um að hlýða Víði. Opinber stuðningsyfirlýsing Víðis við Katrínu Jakobsdóttur er því algert hneyksli. Frasinn „Ég hlýði Víði“ hefur fest rætur í íslenskri þjóðarvitund og margir hafa skartað prófílmynd á Facebook með áletruninni.

Víðir þarf annað tveggja að stíga niður sem sviðsstjóri Almannavarna sem fólki ber að hlýða á neyðartímum eða bakka með stuðningsyfirlýsinguna.“

Að lokum segir hann stöðuna sem komin sé upp hér á landi, minni á Norður-Kóreu.

„Það fer hrollur um marga við þessa sérstöku stöðu sem upp er komin og minnir á Norður-Kóreu og ríki þar sem foringjahollusta er í fyrirrúmi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -