Samfélagsrýnirinn orðhagi frá Grindavík, Björn Birgisson, gagnrýnir í færslu á Facebook, þann knappa tíma sem Grindvíkingar fá til að sækja verðmæti sín í bænum. „Fólk kemur jafnvel langt að, bíður klukkustundum saman í bílaröð, kemst svo eftir dúk og disk að heimili sínu – nánast til að geta ekki gert neitt!“ skrifar Björn og segir að 15 mínútur væri betri tími.
Segist hann vera afar þakklátur fyrir það starfs sem unnir er í Grindavík við hættulega aðstæður og kallar fólk sem við það starfar, „fornfúsar hetjur.“ Tekur hann fram í lokin að hann nefni þetta á Facebook sem skoðun sína en vilji ekki rökræða hana né réttlæta frekar.
Hér er færslan í heild sinni:
„Vil ekki vera neikvæður og gagnrýninn á það sem verið er að gera í þessum aðstæðum, aðstæðum sem geta svo hæglega orðið miklu hættulegri með mjög skömmum fyrirvara.