Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Guðbjörg gagnrýnir fréttastofu RÚV harðlega: „Ekkert að frétta frá fæðingarlandi frelsarans“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir gagnrýnir fréttastofu RÚV harðlega fyrir að fjalla ekkert um raunir Palestínumanna á sjálfan fæðingardag frelsarans, sem fæddist einmitt í Palestínu.

Neminn Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir, sem hefur verið í framvarðasveit mótmælanna gegn þjóðarmorðinu í Palestínu síðastliðið árið á Íslandi, skrifaði sterka færslu á Facebook í gær. Þar gagnrýnir hún fréttastofu RÚV harkalega fyrir að fjalla ekki um þær hörmungar sem enn dynja á Palestínumönnum vegna áframhaldandi árása Ísraelshers á sjúkrahús, skóla, tjaldbúðir og fleiri mannvirki sem kostað hafa tugi mannslífa síðustu daga. Þá hafa minnst þrjú ungabörn frosið í held þar síðustu daga og hundruðir þúsunda eru að deyja úr hungri á Gaza. Guðbjörg Ása ritaði:

„Jóladagur, 25 desember. Samkvæmt okkar nútímamenningu haldinn hátíðlegur vegna fæðingar frelsarans. Allt í góðu með það. Við fengum langa frétt á RÚV – Fréttir um fólk sem er annt um að brenna af sér mat í World Class, ferðamenn sem eru veðurtepptir og frétt af gömlu húsi á Seyðisfirði. Áhugaverð frétt, en kannski ekki akút á jóladag. Erlend stríðsfrétt frá Úkraínu: Rússar ráðast á orkuinnviði og Úkraínumenn á ákveðnu svæði missa rafmagn í 4 klst. á dag. Ekkert að frétta frá fæðingarlandi frelsarans, frá Betlehem eða rafmagnsleysi á helfararsvæðinu. Eða, þ.e.a.s. RÚV finnst það ekki koma Íslendingum við því raunar er ýmislegt að frétta.“

Segir Guðbjörg Ása að annað árið í röð séu engin jól haldin í Betlehem.

„Annað árið í röð eru ekki haldin jól í fæðingarborg frelsarans, Betlehem. Páfinn er brjálaður.
Landránsnýlendan Ísr hefur sprengt kirkjur í Palestínu og Líbanon.
30+ myrt í dag, jóladag, á Gaza-ströndinni af þið vitið hverjum.
Skólar, tjaldbúðir og heimili sprengd, af þið vitið hverjum.
Áframhaldandi berserksgangur og brottnám Hell-hersins á fólki á Vestur bakkanum.
Um 1000 kristinna manna sem leitað hafa skjóls í grísku rétttrúnaðarkirkjunni í Gaza-borg verða fyrir áframhaldandi árásum.

Fyrir utan allt annað fólk á Gaza ströndinni sem tilheyrir trú sem viðurkennir Jesú Krist sem spámann.“

Að lokum minnist Guðbjörg Ása á útvarpsleikrit sem byggir á sannri frásögn Palestínumanns sem dvelur hér á landi en hann missti öll fjögur börn sín og eiginkonu í einni sprengingu Ísraelshers á heimili þeirra í fyrra.

- Auglýsing -
„Þegar man hefur hlustað á aðra eins frásögn eins og þá af lífi Ahmed í útvarpinu í dag getur man ekki orðið annað en brjáluð yfir þessu viðbjóðslega vestræna forréttindafréttavali.

Gleðileg jól. Eða eitthvað.“

Í samtali við Mannlíf vildi Guðbjörg Ása taka fram að henni hafi verið bent á að frétt frá Palestínu hafi verið sýnd á RÚV á aðfangadag en stendur að öðru leyti við gagnrýni sína, enda hafi RÚV ekki staðið sig nægilega vel í fréttaflutningi af þjóðarmorðinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -