Verkalýðsforkólfurinn skeleggi, Sólveig Anna Jónssdóttir, skrifaði færslu á Facebook í gær þar sem hún talar um pólitíska umræðu á Íslandi, á tímum stríða og þjóðarmorðs. Gagnrýnir hún harðlega þá umræðu sem stjórnmálamenn taki þátt í og segir umræðuna ekki snúast um það hvernig hægt sé að koma á friði í stríðum, vinna gegn vopnaframleiðslu og fleira í þá átt, heldur sé rætt um það „hvort ekki sé best að kenna fólki á flótta um ára og áratuga áhugaleysi valdastéttarinnar á því að viðhalda góðu velferðarkerfi og stuðla að húsnæðisuppbyggingu á forsendum almennings en ekki fjármagnseigenda.“
Færsluna má lesa hér fyrir neðan í heild sinni:
„Hræðileg stríð geisa í veröldinni. Þjóðarmorð er framið í beinni útsendingu. En pólitísk umræða á Íslandi snýst ekki um hvað hægt sé að gera til vinna að friði, hvernig hægt sé að styðja við diplómasíu á sviði heimsmálanna, hvernig hægt sé að vinna gegn hernaðaruppbyggingu og vopnaframleiðslu, hvernig hægt sé að stoppa að olíu sé stöðugt dreift á öll ófriðarbál. Nei, hún snýst um það hvort ekki sé best að kenna fólki á flótta um ára og áratuga áhugaleysi valdastéttarinnar á því að viðhalda góðu velferðarkerfi og stuðla að húsnæðisuppbyggingu á forsendum almennings en ekki fjármagnseigenda.