Björn Birgisson gagnrýnir Ríkisútvarpið harðlega fyrir útvarpssendingar í miðju eldgosi í og við Grindavík.
Samfélagsrýnirinn frá Grindavík, Björn Birgisson er allt annað en ánægður með RÚV en ástæðan er sú að ríkisfjölmiðillinn sendi út á samtengdum rásum Rásar 1 og Rásar 2, þegar eldgosið byrjaði í og við Grindavík í fyrradag, og spilaði lög inn á milli fregna af gosinu, sem og auglýsingar en fólk gat horft á eldgosið í sjónvarpinu, þar sem útvarpsrásirnar spiluðust undir. Þetta þótti Birni afar smekklaust. Og margir lesendur færslunnar voru sammála en einn þeirra skrifaði: „Varð helvíti reiður er þeir fóru í þokkabót, að senda út auglýsingar, á meðan húsin brunnu. Átti bara líka að setjast niður með popp og kók. Ruv á að biðja þjóðina afsökunar á þessu.“
Færsluna má lesa hér:
„Mér finnst einstaklega smekklaust af RÚV að senda út tónlist og auglýsingar á meðan landsmenn horfa á hraunið renna inn í Grindavík og kveikja í heimilum fólks.