Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Gagnrýnir stjórnvöld vegna stöðunnar í Grindavík: „Það er eins og stríð sé skollið á!“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Það er eins og stríð sé skollið á! Stríðið um hvort Grindavík eigi að lifa eða deyja.“ Þannig hefst Facebook-færsla Björns Birgissonar, samfélagsrýnis og Grindvíkings.

Samfélagsrýnirinn Björn Birgisson er með bein í nefinu en það sést vel á Facebook-færslum hans en nýlega skrifaði hann um ástandið í bænum hans, Grindavík. Gagnrýnir hann stjórnvöld harðlega vegna ástandsins í bænum og segir fulltrúa valdstjórnarinnar fari umfram valdsvið sitt í boðum og bönnum.

„Fyrirtækjaeigendur margir hverjir vilja fá að nýta óskemmd tæki og húsakost í Grindavík til sinnar gjaldeyris- og atvinnuskapandi starfsemi. Ýmsir fulltrúar valdstjórnarinnar virðast ekki hrifnir af því og vilja ráðskast með þetta langt umfram valdsvið sitt,“ skrifar Björn og bætir svo við: „Allt er svo hættulegt!“

Því næst talar Björn um fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar gagnvart fjárfestingum fyrir 2024 sem hann segir að snúa aðeins um „viðhald á innviðum bæjarins, að gera það sem bænum ber, hafa allar lagnir og götur í lagi og yfirhöfuð það sem snýr að rekstri svona bæjarfélags.“ Björn bætir við: „Fjárhagsáætlun Grindavíkurbæjar fyrir 2024 er ekki uppgjafarplagg. “Við stefnum heim, það er alveg klárt mál í mínum huga,” sagði Gunnar Már Gunnarsson, einn af þremur bæjarfulltrúum Miðflokksins í Grindavík.“Að lokum leggur Björn fram sitt mat á málinu. „Það á að leyfa miklu meira í Grindavík en nú er leyft. Ef eigendur fyrirtækja vilja reyna að þrauka þá er það af hinu góða ef fyllsta öryggis er gætt. Ef húseigendur vilja og þurfa að dvelja meira í bænum en nú er leyft, þá á að auka og bæta aðgengi þeirra. Flóttaleiðir eru til staðar í austur og vestur, jafnvel í norður líka, og alltaf ættu skip að vera til reiðu í höfninni og halda flóttaleið í suður opinni.

Minni á að uppkaupatilboðið til húseigenda stendur fram í júlí og margir verða húseigendur í Grindavík til þess tíma og jafnvel lengur. Látum reyna á allt í Grindavík til fullnustu, lengjum og nærum þær líflínur sem enn fyrirfinnast. Gefumst ekki upp á meðan enn örlar á lífi og vilja.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -