Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Gagnrýnir viðbrögð við þjóðarmorðinu á Gaza: „Smánarblettur á íslenskri stjórnmálasögu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sema Erla Serdaroglu segir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og viðbrögð hennar við þjóðarmorði á Palestínumönnum, vera „smánarblett á íslenskri stjórnmálasögu.“

Nú standa yfir réttarhöld í Alþjóðadómstólnum í Haag en Suður Afríka hefur nú kært Ísrael fyrir þjóðarmorð. Sema Erla Sedaroglu hjá Solaris hjálparsamtökunum skrifaði Facebook-færslu á dögunum þar sem hún gagnrýnir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur harðlega fyrir meðferð hennar á palestínsku flóttafólki og viðbrögðum við þjóðarmorðinu sem á sér stað fyrir augum heimsins.

Í færslunni segir Sema Erla að ríkisstjórnin og viðbrögð hennar við þjóðarmorði og meðferð á flóttafólki, sé „smánarblettur á íslenskri stjórnmálasögu.“

Færsluna má lesa í heild sinni hér:

„Nú hafa ísraelsk stjórnvöld stundað þjóðernishreinsanir í Palestínu í hátt í 100 daga (og 75 ár). Á sama tíma er ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur enn að neita flóttafólki frá Palestínu um alþjóðlega vernd, enn að þjónustusvipta flóttafólk frá Palestínu og þvinga það í heimilisleysi og hungursneyð og enn að brottvísa palestínsku flóttafólki frá Íslandi. Þá eru íslensk stjórmvöld ekki enn búin að koma þeim (ca.) 100 einstaklingum sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar frá Gaza og til Íslands og þau eru ekki enn búin að fordæma þjóðarmorð ísraelsríkis á Palestínu! Þessi ríkisstjórn, viðbrögð hennar við þjóðarmorði og meðferð á flóttafólki er smánarblettur á íslenskri stjórnmálasögu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -