Fyrir aðeins nokkrum áratugum þótti eðlilegt að kalla andlega veikt fólk, geðsjúklinga í fjölmiðlum landsins. Þann 9 október árið 1982 birtist frétt í DV um andlega veikan mann sem dvalið hafði á Borgarspítalanum en stolið vörubíl í Reykjavík og ekið honum til Borgarfjarðar. Sú ökuferð endaði illa en sem betur fer varð manninum ekki meint af.
Hér fyrir neðan má lesa hinu stuðandi fyrirsögn og fréttina sem henni fylgdi.
Geðsjúklingur á stolnum bíl ók á brú
Geðsjúklingur af Borgarspítalanum, á stolnum vörubíl úr Reykjavík, ók á Kljáfossbrú við Hvítá í Borgarfirði rétt eftir hádegið á miðvikudag. Maðurinn hafði stolið bínum í Reykjavík og ók vestur. Við Kljáfossbrúna missti hann síðan vald á bínum með þeim afleiðingum að bílinn lenti á brúnni. Maðurinn slapp ómeiddur en vörubíllinn skemmdist töluvert. Maðurinn hafði farið út af geðdeild Borgarspítalans og stolið bílnum. Hann hefur oft áður komið við sögu í bílþjófnuðum á undanförnum árum og oftast hafa þær ökuferðir endað með árekstrum. Hann er nú í gæslu á Borgarspítalanum