Föstudagur 24. janúar, 2025
2.7 C
Reykjavik

Geðsjúklingur á stolnum bíl ók á brú – Ekki fyrsti bílþjófnaður mannsins

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrir aðeins nokkrum áratugum þótti eðlilegt að kalla andlega veikt fólk, geðsjúklinga í fjölmiðlum landsins. Þann 9 október árið 1982 birtist frétt í DV um andlega veikan mann sem dvalið hafði á Borgarspítalanum en stolið vörubíl í Reykjavík og ekið honum til Borgarfjarðar. Sú ökuferð endaði illa en sem betur fer varð manninum ekki meint af.

Hér fyrir neðan má lesa hinu stuðandi fyrirsögn og fréttina sem henni fylgdi.

Geðsjúklingur á stolnum bíl ók á brú

Geðsjúklingur af Borgarspítalanum, á stolnum vörubíl úr Reykjavík, ók á Kljáfossbrú við Hvítá í Borgarfirði rétt eftir hádegið á miðvikudag. Maðurinn hafði stolið bínum í Reykjavík og ók vestur. Við Kljáfossbrúna missti hann síðan vald á bínum með þeim afleiðingum að bílinn lenti á brúnni. Maðurinn slapp ómeiddur en vörubíllinn skemmdist töluvert. Maðurinn hafði farið út af geðdeild Borgarspítalans og stolið bílnum. Hann hefur oft áður komið við sögu í bílþjófnuðum á undanförnum árum og oftast hafa þær ökuferðir endað með árekstrum. Hann er nú í gæslu á Borgarspítalanum

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -