Gunnar Smári Egilsson vorkennir ekki olíufélögunum vegna mögulegs verkfalls bílstjóra þeirra.
Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson gefur í nýlegri færslu á Facebook-vegg flokksins hans, olíufélögunum ráð vegna yfirvofandi verkfalls bílsstjóra þeirra. Ráðið er einfalt:
„Ef olíufélögin vilja forða því neyðarástandi sem þau lýsa vegna verkfalls geta þau hækkað laun bílstjóranna sem eru á leið í verkfall. Það kostar þau ekki meira en 50 m.kr. max á ári að verða við kröfum Eflingar, sem er aðeins brot af stórkostlegum hagnaði félaganna.