Björn Birgisson gefur Vinstrihreyfingunni grænu framboði ráð í nýrri færslu á Facebook en nýlegar skoðanakannanir sýna flokkinn í sögulegri lægð.
Samfélagsrýnirinn frá Grindavík, Björn Birgisson skrifaði um Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra í færslu í gær en tilefnið er pistill sem hún ritaði í Morgunblaðið. Segir Björn að pistill ráðherrans, þar sem hún telur upp það sem „uppskar“ á liðnum þingvetri, breyti ekki þeirri staðreynd að flokkur hennar, VG „mælist rétt yfir sársaukaþröskuldinum“. Gefur hann í kjölfarið VG ráð til að lifa af: Slíta stjórnarsamstarfinu.
Færsluna má lesa hér að neðan:
„Uppskera að loknum þingvetri.