Fram kom í fréttum í gær að Geir Sveinsson, fyrrum handboltastjarna og bæjarstjóri í Hveragerði hafi verið leystur undan skyldum sínum við bæjarfélagið. Geir og meirihluti bæjarstjórnarinnar hafa náð samkomulagi um starfslokin.
Geir Sveinsson var ráðinn bæjarstjóri Hveragerðisbæjar árið 2022, og sat því í sæti bæjarstjórans í rétt tæp tvö ár.
Friðrik Sigurbjörnsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Hveragerði, sagði í samtali við Morgunblaðið að fregnir um starfslok Geirs hefðu ekki komið sér á óvart. Þá taldi Friðrik jafnframt að stirð samskipti við félagasamtök í sveitarfélaginu, málefni er sneru að skólphreinsistöðinni, samskipti við heilbrigðiseftirlit og leikskólamálin væru þau mál sem bæjarstjórinn var helst gagnrýndur fyrir.
Geir Sveinsson er landsmönnum þekktur sem einn af landsliðsmönnum Íslands í handbolta og þjálfari. Geir er 56 ára og er með MBA próf frá Háskóla Íslands auk menntunar á markaðssetningu á netinu og meistaragráðu í þjálfun. Áður en Geir tók sæti bæjarstjórastóli hafði hann verið sjálfstætt starfandi.
Tengd frétt: