Lögregla handtók mann í miðbæ Reykjavíkur í nótt eftir að hann hafði ítrekað ógnað gangandi vegfarendum og hrætt. Lögreglu bárust margar tilkynningar vegna mannsins sem varð til þess að hann var látinn gista í fangaklefa í nótt. Síðar um kvöldið hafði lögregla afskipti af manni í Hlíðunum en sá var ölvaður og illa áttaður. Manninum var ekið til síns heima.
Íbúi í miðbæ Reykjavíkur hafði þá samband við lögreglu vegna aðila sem gekk á milli garða og stal dósum og ruslatunnum. Íbúar vöknuðu við lætin en þegar lögreglu bar að garði var ruslatunnuþjófurinn á bak og burt.