Kona nokkur gekk fram á dauðan sel í fjöru í grennd við Haukadal í Dýrafirðinum í gær. Þegar betur var að gáð sá hún skotsár á höfði hans.
Konan, sem ekki vill koma fram undir nafni, sendi ljósmyndir af hræi selsins og lét það fylgja að svo virtist sem selurinn hafi ekki lengi legið í fjörunni þar sem enginn fugl var farinn að kroppa í hann.
Eftirfarandi ljósmynd sýnir hræið og skotsár á höfði þess.
Í reglugerð um bann við selveiðum frá 2019 segir: Allar selveiðar eru óheimilar á íslensku forráðasvæði (í sjó, ám og vötnum) nema að fengnu sérstöku leyfi frá Fiskistofu til selveiða til eigin nytja.