Föstudagur 3. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Genalækningar eiga að gera líkamsfitu heilsusamlegri: „Brún fita brennir orku“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þegar hvítri fitu er breytt í brúna verður ekki einvörðungu þyngdartap heldur batnar ástand lifrarinnar að sama skapi.

Í líkömum okkar fyrirfinnast tvö afbrigði fitu, svokölluð hvít fita, svo og brún fita. Í hvítu fitunni gegna frumurnar hlutverki óvirkrar fituuppsöfnunar á meðan brúnu fitufrumurnar virkja brennsluna og láta líkamann breyta fitu í varma.

Genatilraunir á músum sýna að hægt sé að meðhöndla offitu með því að breyta fitufrumum líkamans, þetta fjallar Jens Matthiesen um í grein sinni í Lifandi Vísindi.

Breyttir erfðavísar þola feitan mat

Með nýrri aðferð verður brátt hægt að breyta óheilsusamlegri hvítri fitu í brúna með því að taka einn erfðavísi úr umferð. Þessu getur nýja tæknin gjörbreytt að vild. 

Þegar frumurnar voru lausar við erfðavísinn breyttust þær í brúnar fitufrumur sem vísindamennirnir síðan sprautuðu inn í tilraunamýs. Vísindamennirnir gáfu músunum síðan fituríka fæðu í því skyni að kanna áhrifin. Aðrar mýs fengu sömu meðhöndlun en þær fengu reyndar aðeins hvítar fitufrumur.

- Auglýsing -

Niðurstöðurnar leiddu í ljós að mýsnar með brúnu fituna þyngdust helmingi minna en þær sem höfðu fengið hvíta fitu.

Blóðsykurmagn músanna með brúnu fituna hélst eðlilegt og sama máli gegndi um insúlínnæmi. Mýsnar með hvítu fituna þróuðu á hinn bóginn með sér einkenni sykursýki og blóðsykurmagnið var óeðlilegt.

Hvernig hefur þessi árangur náðst?

Vísindamenn við Massachusetts háskólann í Bandaríkjunum náðu þessum árangri með því að styðjast við svonefnda CRISPR-tækni sem felst í því að klippa tiltekin gen úr erfðaefni frumnanna. 

- Auglýsing -

Það sem er gert er að:

1 – Hvítar fitufrumur teknar úr umferð

Læknar fjarlægja hefðbundnar hvítar fitufrumur úr líkömum offitusjúklingsins. Eitt gramm af frumum er nægjanlegt.

2. Erfðavísir fjarlægður úr kjarnanum

Með því að beita svonefndri CRISPR-tækni er erfðavísirinn NRIP1 fjarlægður úr frumunum og við það breytast þær í brúnar fitufrumur.

3. Brúnum frumum bætt inn

Þegar brúnu fitufrumunum er komið fyrir í líkamanum breyta þær fitu í varma og sá sem haldinn var offitu byrjar að léttast.

Ungabörn hafa yfir að ráða mörgum brúnum fitufrumum og geta fyrir vikið auðveldlega fengið hita í líkamann en brúnu frumunum fer hins vegar fækkandi þegar við eldumst.

Tæknin verður prófuð á öpum

Rannsóknir á lifrum músanna leiddu enn fremur í ljós mun. Mýsnar með brúnu fituna voru að öllu jöfnu með dekkri lifur á meðan mýsnar með hvítu fituna voru með stærri og ljósari lifur.

Vísindamennirnir hyggjast gera tilraunir með aðferðina á öpum áður en endanlega verður hægt að hefja tilraunir á mönnum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -