Greinileg merki um innbrot sásust á heimili í Hlíðahverfi í gærkvöldi en lögreglu barst tilkynningin klukkan hálf átta. Þjófurinn var á bak og burt en lögregla rannsakar nú málið. Stuttu síðar hafði lögregla afskipti af ölvuðum manni sem hafði verið til vandræða í miðborginni. Lögregla skutlaði manninum til síns heima.
Skömmu eftir klukkan tíu barst lögreglu tilkynning um tvo menn í Árbæ vopnaðir exi. Mennirnir voru báðir í annarlegu ástandi og óviðræðuhæfir. Gistu þeir í fangaklefa lögreglu.
Innbrotsþjófur var handtekinn í Grafarvogi í gærkvöldi. Þjófurinn var önnum kafinn í miðju innbroti þegar lögregla mætti á vettvang. Þá sinnti lögregla nokkrum útköllum vegna grunsamlegra mannaferða og umferðaróhappa.