Flokkur fólksins stendur í ströngu þessa dagana en ásakanir um eineltistilburði og hestaníð skekur flokkinn. Jón Gnarr gerir grín að ástandinu.
Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur skrifaði í dag færslu á Twitter þar sem hann gerir grín að veseninu sem Flokkur fólksins finnur sig í um þessar mundir. Setur hann karaktera úr hinum geysivinsælu Vaktar-seríunum í hlutverk innan flokksins.
„Georg er nàttúrlega kominn í flokk fólksins og dregur hina tvo með. JFM leikur sjálfan sig. Lolla er Inga Sæland. Daníel er alkóhólisti og er að finna sig í pólitík, fjölþreyfinn og kvensamur og Inga ræður ekkert við hann. Georg dýrkar Ingu en Óli er enn að leita að fjöri.“
Georg er nàttúrlega kominn í flokk fólksins og dregur hina tvo með. JFM leikur sjálfan sig. Lolla er Inga Sæland. Daníel er alkóhólisti og er að finna sig í pólitík, fjölþreyfinn og kvensamur og Inga ræður ekkert við hann. Georg dýrkar Ingu en Óli er enn að leita að fjöri pic.twitter.com/kD7EwRhjPB
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 14, 2022