Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Lögmaður Aðalsteins reiknar með að kæra til Hæstaréttar: „Við teljum að þetta brjóti gegn lögum“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Landsréttur hefur nú vísað kæru blaðamannsins Aðalsteins Kjartanssonar, um lögmæti aðgerða lögreglu gegn sér, frá Héraðsdómi Norðurlands eystra. Hann mun því að öllu óbreyttu þurfa að mæta til skýrslutöku, ásamt þremur öðrum blaðamönnum, vegna rannsóknar lögreglu á broti gegn friðhelgi einkalífsins. Þessu var greint frá á vef RÚV.

Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aðalsteins, segist í samtali við Mannlíf gera ráð fyrir því að úrskurðurinn verði kærður til Hæstaréttar: „Í þessari niðurstöðu Landsréttar felst að ákvarðanir lögreglu um svona hluti sæti engri endurskoðun dómstóla. Þar af leiðandi sé í rauninni enginn varnagli á rannsóknaraðgerðum lögreglu fyrr en það liggi fyrir einhver niðurstaða í máli.

Það sé þá í rauninni ekkert sem hindri það í sjálfu sér að til dæmis lögreglan ákveði það að þú skulir hafa réttarstöðu sakbornings vegna einhverrar fréttar sem þú skrifar í dag og skulir hafa hana næstu tíu árin.“

 

Aðalsteinn hafi ekki séð umrædd gögn

Málið sem blaðamennirnir fjórir hafa réttarstöðu sakbornings í snýr að gögnum úr síma, en heimildir úr téðum síma voru notaðar við fréttaflutning um svokallaða skæruliðadeild Samherja. Málið snýr hins vegar ekki að þeim gögnum sem notuð voru við fréttaflutninginn, heldur persónulegum gögnum úr símanum sem aldrei voru birt. „Gögnum sem Aðalsteinn hefur ekki séð,“ segir Gunnar Ingi í samtali við blaðamann.

Gunnar Ingi segir að í niðurstöðu Landsréttar felist að það sé þá enginn varnagli á gerræðisákvörðunum. „Dómstólar hafi bara ekkert um það að segja, hvernig lögreglan beiti valdheimildum á rannsóknarstigi.“ Hann segir að það hljóti að þurfa að fá úrskurð um það frá Hæstarétti.

- Auglýsing -

„Það kemur fram í þessum dómi Landsréttar að það sé betra að hafa réttarstöðu sakbornings heldur en til dæmis réttarstöðu vitnis. En best er að hafa enga réttarstöðu,“ segir Gunnar Ingi.

Hann segir að ef Landsréttur hefði annað hvort staðfest eða snúið við þessum úrskurði þá væri ekki hægt að láta reyna á það í Hæstarétti. „Fyrst málinu er vísað frá, þá er heimild til að kæra það.“

En hver er rökstuðningur Landsréttar fyrir því að vísa málinu frá?

- Auglýsing -

„Hann telur í rauninni að til þess að fá einhvern úrskurð um þetta þurfi að vera einhvers konar formgalli á rannsókn lögreglu, og hann sé ekki til staðar. Það er hins vegar engin formbundin ákvörðun að veita manninum réttarstöðu. Það er bara eitthvað sem lögreglan ákveður og við teljum að þetta brjóti gegn lögum. Það sé nú alveg nægjanlegur formgalli,“ segir Gunnar Ingi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -